Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2008 | 19:25
þú sem sendir mér fokkmerki...
...og flautaðir eins og geðsjúklingur á ljósunum á Tryggvagötu um hálf 4 í dag....
ER ÞÉR EKKERT HEILAGT? ANDSKOTANN GERÐI ÉG ÞÉR?
SÁSTU EKKI AÐ ÞAÐ VORU LITLIR KRAKKAR Í BÍLNUM?
*hristhaushneykslihneyksl*
Ég hleypti einum bíl inn í röðina........... Ég er bara svo hlessa yfir þessu ég bara vissi ekki að fólk gerði svona nema bara í bíó. En ég er að jafna mig En einhverja hluta vegna greip ég penna og krotaði númerið á bílnum á hendina, til hvers ??? Til að senda kort ???? Ég veit það ekki....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 18:55
Einu sinni var ég ung og falleg...
Núna er ég bara falleg! hehe
Annars er ég búin að liggja í kasti yfir gömlum myndum og minningum, en hér eru nokkrar góðar fyrir ykkur versogúd!
mynd 1, ég er en af hvítu verunum en hver?
Ég mús :) finnst þetta ekkert líkt mér...
Dórothea frá Kansas! ómæjgod svipurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 22:29
vá dúllan!!!
http://www.youtube.com/watch?v=QWNoiVrJDsE&feature=related#
http://www.youtube.com/watch?v=hkcE6Vy-e6c&feature=related#
þegar ég var 15 þá lék ég Dóroteu í Galdrakallinum í OZ leikstýrt af Gunna Gunnsteins og ég náði ekki háu tónunum í laginu svo það var samið nýtt lag fyrir mig við textann en vá þetta er rosalega flott hjá henni! held ég rúlli á morgun til Lindu og fæ að skanna mynd af mér og okkur í leikritinu inn og sýni ykkur
Svo lék ég líka í Lísu í undralandi sem María Reyndal leikstýrði!
hendi inn myndum við tækifæri
þessi stelpa er stjarna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2008 | 01:21
pabbi minn
Hann er bara fyndinn. Hann heldur sennilega að ég sé algjör ljóska því hann sagði við mig í rokinu að binda sumardekkin utaná bílinn því ef hann fýkur þá rispast hann ekki!! Svo sagði hann þegar við vorum að sækja kentucky fyrir okkur öll (10 manns) og hann sá verðið : næst förum við bara og fáum okkur steik og hin geta bara borða snjó *Fliss*
En jæja veðrið er að ganga niður hérna hjá mér og bílaplanið líkist sundlaug! Annars erum við bara hress, er mikið hjá Emmu að hjálpa til, elda, kaupa inn og vesenast í þvottinum svo hún geti nú náð sér almennilega og verð hjá þeim um helgina. Bergurinn er búinn að vera kvefaður en er að hressast.
meira seinna bææj og ekki gleyma að kvitta!!!!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 00:15
svona byrjaði minn dagur
Fór í heitt bað og puntaði mig, slétti hárið og setti á mig maskara
svo skaust ég út í bíl og ætlaði að rúlla af stað en nei....
bíllin rafmagnslaus! hringdi í bróðir minn sem kom en bíllin var í stæði með bílum á báðum hliðum svo við reyndum að ýta honum úr stæðinu til að koma köpplunum á milli bílana
en þá kom bilur!
ég lagðist á bjöllur nágrananna til að athuga hvort eigandi annars bílsins gæti fært hann og eftir góða stund kom ein elska og færði sinn bíl svo brósi kom sínum bíl að
jú bíllin í gang og ég rauk upp til að ná í guttann minn
og ég leit í spegil ...
Þar stóð kona sem ég kannaðist ekkert við ...
hún var úfin og tætt með maskara niður á kinnar og holdvot inn að beini
jökkk
hvernig var þinn dagur?
Einusinni átti ég fress,
ofurlítinn rauðann
Það var sem mér þótti verst,
þegar mamma sauð'ann.
höf:bumbinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2008 | 23:19
Góður!
Með hnífasett í bakinu á öskudegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 16:02
Öskurdagur
Jæja öskurdagur í dag en við vorum bara heima í rólegheitunum því Bergur var ekkert spenntur fyrir því að fara og góla fyrir ókunnugt fólk svo við fórum bara til Skafta og þeir fóru í sjoppuna og fengu sér borgara og gos! En hann fór nú í búning í tilefni dagsins og var sími! Ég fór með hann í búð og ætlaði að kaupa búning en honum fannst þeir asnalegir.... furðufugl Emma er með gallsteina og verður skorin í dag, pabbi sagði að læknirinn lofaði að hún yrði komin heim á morgun til að vaska upp hehe alltaf nær kallinn að grínast með aðstæður! Hafið það gott krúttin mín |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.2.2008 | 01:32
saltkjöt og baunir túkall
Eldaði saltkjöt og baunir heima hjá pabba og emmu í kvold ífyrsta sinn fyrir alla familíjun og tókst svona rosa vel! Borðuðum öll vel en endir kvöldsins var ekki góður. Emma, hin mamman mín fékk eh illt í magan og var svo veik að bróðir minn hringdi á sjúkrabíl og við erum öll frekar sjokkeruð og hrædd. Vitum ekkert hvað er að gerast og það kemur ekkert í ljós fyrr en á morgun. Fer til litla Skaftans míns á morgun og knúsa hann endalaust hann varð svolítið stressaður yfir þessu ! Vonandi kemur í ljós sem fyrst hvað er að plaga hana
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2008 | 19:20
Var mamma þín vond eins og mín?
Mín var Það !
Við áttum verstu mömmu í heiminum! Þegar aðrir krakkar borðuðu nammi í
morgunmat fengum við hafragraut.
Þegar aðrir krakkar fengu pepsí og súkkulaði fyrir hádegismat fengum við
samlokur.
Og menn geta bara rétt ímyndað sér hvað hún gaf okkur í
kvöldmat,allskonar MAT.
Mamma vildi alltaf vita hvar við vorum, ALLTAF,það hefði mátt halda að
við værum í fangelsi. Hún vildi vita hverjir voru vinir okkar og hvað
við vorum að gera með þeim. Hún krafðist þess ef við segðumst ætla að fara
eitthvað í klukkutíma þá væri það aldrei meira en klukkutími.
Þegar það var FRÍ í skólanum þurftum við að vinna. Við að þvo diskana,
Búa um rúmin, læra að elda ,þvo þvottinn og annast önnur leiðinleg störf.
Við héldum að hún lægi vakandi á nóttunni bara til að pæla út hvað hún ætti
Að láta okkur gera daginn eftir. Hún lét okkur alltaf segja sannleikann,
allann sannleikann og ekkert nema sannleikann.Þegar við vorum unglingar,
gat hún lesið hugsanir okkar. Þá var lífið ERFITT.
Þegar allir fengu að fara á djammið og skemmta sér 12 eða 13 ára, fengum
við ekki að gera neitt fyrr en við vorum 16.ára. Mömmu vegna misstum við
af fjölda mörgu og miklu sem aðrir krakkkar gerðu. Ekkert okkar hefur
verið tekið fyrir að stela úr búðum,eyðileggja fyrir öðru fólki eða
verið tekið fyrir nokkurt afbrot af neinu tagi. ALLT henni að kenna. Við urðum
aldrei full,kunnum ekki að reykja, fengum ekki að vera úti allar nætur
og misstum því af að gera svo fjölmargt sem unglingar annars fá að gera.
Á sunnudögum þurftum við að fara í kirkju, og misstum aldrei af messu.
Núna erum við flutt að heiman. Guðhrædd, menntuð og gott fólk.Við gerum
okkar besta að vera vondir foreldrar eins og mamma okkar var.
Ég held að það sem er að í heiminum í dag sé að Það er bara ekki nóg af
vondum mömmum lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2008 | 01:21
bollabollabolla
ég keypti 8 bollur og það eru 4 eftir.... hver vill koma og klára? Við mæðgin annars bara hress er búin að vera í 2 daga að laga tölvuna en ég fékk vírus og þurfti að strauja og læti! Ég slysaðist í rauðakrossbúðina í dag en ég þoli ekki búðir því það er bara kvíði dauðans fyrir mig en ég hitti það gamla konu sem brilleraði !!! Ég keypti gallabuxur og fínni buxur bol og mussu, kjól og náttbuxur og allt á 3000 kall! Þá get ég kannski brussast úr jöggaranum (linda mín) og reynt að vera smá smart!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)