Færsluflokkur: Bloggar
2.2.2008 | 19:22
Kvitta kvitta kvitta
Annars hætti ég þessu röfli hérna!
60 heimsóknir í dag og ekki eitt kvitt, hvorki í gestabók né athugasemd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Komaso gott fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2008 | 19:17
Jiiii ég er frosin!
Það er svo kallt úti að það er ekki eðlilegt. Samt er bara mínus 4, mér fannst ekki svona kallt þegar var mínus 12 um daginn. Við Bergur fórum í dag á bókasafnið og löbbuðum svo aðeins um bæjinn, fórum í kolaportið og á listasafnið þar sem við hittum óvænt Brynju og Rúnar.Svo fórum svo á tjörnina að skoða endurnar og renna okkur á svellinu. Bergur var skíthræddur við grágæsirnar og segir að þær séu með tennur og geti bitið... Veit nú ekki um það og mér finnst þær nú bara voða sakleysislegar. Svo sáum við dauðann svan undir brúnni og fórum við inn í ráðhúsið til að láta vita af honum en þarna voru fullt af krökkum að leika í kringum hann, frekar mikið jökk en þar hittum við Óla forseta og minn maður frekar hrifinn hehe. Svo enduðum við á Stælnum í borgara og gúmmlaði! Nammminammmm. Svo nú erum við komin heim frosin á tánnum.
Góður dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 22:28
bloggiblogg
Jæja best að henda inn nokkrum línum
Vikan er búin að vera bara nokkuð góð, tók mig á í gær og tók allt í gegn hérna heima, fór á bókasafnið og náði mér í góðar bækur til að lesa í kuldanum og í dag fór Bergur að leika hjá vini sínum og ég fór að snúast með Lindunni minni. Og svo fór ég auðvita að kíkja á músina hennar fyrr í vikunni en þau hafa verið hjá henni í nokkra daga. Ji hann er svo sætur að það er bara ekki hægt... var alltaf að kíkja á hann!!
Svo er núna helgin frammundan og við Bergur elduðum góðan mat í kvöld og fengum okkur bollur og á morgun á að strauja á útsölur og auðvita kaupa fleirri bollur og búning fyrir öskudaginn. Hann er að standa sig rosalega vel í skólanum og er að eignast fullt af vinum og brillera í stærðfræði og lestri þessi elska !
Svo förum við á sleðann á morgun og sennilega sunnudag líka og sköddum á okkur rófubeinin en það er vel þess virði því þetta er svo gaman
Stefnan er núna að redda skíðum fyrir næsta vetur !!!
jæja bless í bili esssskurnar og sjáumst
knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 21:59
heyrði þennan á barnalandi hehe
eitthvað fannst honum þetta dularfullt og gekk upp að konunni
'góðan daginn væna mín' sagði hann 'hefur þú tekið eftir því að það eru 5000 kr seðlar fjúkandi úr pokanum þínum?'
konan stoppar og lítur bak við sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna
'Æ þakka þér fyrir væni minn' stundi í konunni 'Ég ætti nú að drífa mig í að taka þá upp'
En þegar hún ætlar að leggja af stað að týna upp seðlana stöðvar lögregluþjónninn hana 'Engan asa væna mín, hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullann ruslapoka af fimm þúsund köllum? varstu að ræna banka?'
Gamla konan brosti 'nei það gerði ég nú ekki en það vill svo til að bak við garðinn minn er stór fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi að þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa þarna með garðklippurnar og segja '5000 kr. eða ég klippi hann af'
'jahá.. þetta er áhugaverð hugmynd' sagði lögregluþjóninn hugsi '..en hvað ertu með í hinum pokanum?'
'Það eru ekki allir sem borga...'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 20:14
Helgin búin
Ekki grenist maður þessa helgina! Við fórum í afmæli í Kópavoginn til Birkis en hann er 7 ára á laugardaginn og svo til Maríu Sólar í 9 ára afmæli í dag sunnudag. Ég fékk að halda á Ragnhildi litlu yngstu og hún var rosa góð hjá mér og klappaði saman höndunum og var svaka kát og var það ekki til að lækna "barnaveikina" sem er að hrjá mig þessa dagana! Svo fórum við að renna á sleðanum hans Bergs í gær og það var ekkert smá gaman ! Drengurinn plataði mömmu sína í nokkrar ferðir og endaði ein á því að við fórum á "stökkpall" og flugum bæði marga metra af sleðanum og enduðum út í skafli. Allir "pabbahelgarpabbarnir" sætu stóðu hjá og hlógu og nú er rófubeinið mitt í skralli!
Annars er ég farin að taka lýsi og ginseng og þvílíkt sem ég er að hressast, sef miklu minna og bara öll að réttast við enda veitti ekki af í skammdegisþunglyndinu!
En jæja gott í bili
Bloggar | Breytt 28.1.2008 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2008 | 18:33
Góður .....
Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og vonum það besta.
Unga manninum fannst þetta allt hljóma hálf óhugnanlega, en tilhugsunin um að geta aldrei stundað kynlíf framar varð yfirsterkari.
Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni að því tilefni út að borða. Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega pressu á félaganum, hann er að fá roknar standpínu. Hann ákveður að renna aðeins niður klaufinni til að losa um vininn.
Um leið og hann opnar klaufina, sprettur félaginn út, grípur kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar. Kærastan hans gapir orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: Vá, geturðu gert þetta aftur?
Já örugglega, segir gaurinn eldrauður í framan, en ég er ekki viss um að það komist önnur kínarúlla upp í rassinn á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 10:27
mmmmm kúridagur !
Björgunarsveitir Árborgar, Þorlákshafnar og í Hveragerði hafa allar verið á ferðinni á tveimur bílum hver að aðstoða fólk sem hefur fest bíla sína, bæði í grennd við bæina og á Hellisheiði. Nú er ófætt um Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum og á mörgum leiðum á Suðurlandsundirlendinu er þungfært.
Þá hafa björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi sinnt sams konar útköllum. Enn fremur hafa sveitir á Suðurnesjum haft í nógu að snúast og er Reykjanesbrautin nú lokuð.
Í Reykjavík hafa björgunarsveitir einnig sinnt bílum sem fest hafa í sköflum og þá voru sveitir einnig kallaðar út laust fyrir klukkan níu þar sem þakplötur voru farnar að fjúka í Ölduselsskóla í Breiðholti.
Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni fyrir um stundarfjórðungi síðan. Ekki er vitað hve margir voru í bifreiðinni en sem betur fer slasaðist enginn, að sögn lögreglu. Slökkviliðið segir að mikið sé um minniháttar óhöpp í umferðinni þessa stundina og eiga sjúkrabifreiðar erfitt með að komast leiðar sinnar vegna ófærðar og bíla sem sitja fastir á götunum.
Vegagerðin segir ekkert ferðaveður á Suðurlandi, Reykjanesi og Vestulandi og bendir á að ófært sé um Bröttubrekku og þungfært á Holtavörðuheiði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 15:44
Brandur Ari
Hjón eru úti á fleti að vinna í garðinum sínum og þar sem konan krjúpir og reytir arfa segir karlinn við hana:
"Djöfull ertu orðin feit, rassinn á þér er eins og risastórt gasgrill!"
Konan svara honum engu. Seinna um kvöldið fer karlinn eitthvað að daðra við hana þegar þau eru komin upp í rúm. Þá segir konan við hann:
"Heldurðu að ég fari að kveikja í gasgrilli fyrir eina smápulsu?"
hahahahaha Linda sendi mér þennan, góður!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 00:49
Einmitt!!!!!
Heilagur sannleikur um karlmenn
1. Góðu gæjarnir eru ljótir..
2. Flottir karlmenn eru ekki góðir..
3. Flottir og góðir karlmenn eru hommar..
4. þeir flottu, góðu og gagnkynhneigðu eru giftir
5. Þeir sem eru ekki flottir, en eru góðir gæjar .. eru blankir
6. Þeir sem eru ekki flottir, en eru góðir og eru velstæðir.. halda að við séum bara á eftir peningunum þeirra
7. Flottu, en blönku gæjarnir eru á eftir peningunum okkar..
8. Flottu gæjarnir, sem eru ekkert svo rosa góðir gæjar, en eru nokkurn veginn gagnkynhneigðir.. finnst við ekki nógu fallegar..
9. Þeim sem finnst við vera fallegar og eru gagnkynhneigðir, svona þokkalega góðir gæjar og eru blankir, eru gungur..
10. Þeir sem eru þokkalega útlítandi, nokkuð góðir gæjar, og ekki alveg auralausir og Guð sé lof eru ekki hommar ..
eru feimnir og TAKA ALDREI FYRSTA SKREFIÐ
11. Þeir menn sem aldrei taka fyrsta skrefið missa áhugann þegar við tökum frumkvæðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2008 | 16:35
Dagurinn í dag
Jæja við mæðgin gistum hjá Lindu og Kormák í nótt og er það liður í upprifi okkar vinkvennana nema hvað við hrutum báðar í sitthvoru horninu allt of lengi en við ætlum að gista aftur í kvöld og fara snemma að sofa í kvöld og vera ferskar í morgun. Annars vorum við að koma heim af rúntinum en við fórum að sækja mat og föt og smá barnadót fyrir Lindus Maríus! Alveg must sko.... En nú erum við saddar og sælar eftir kaffitímann og ætlum að kíkja á spán og sverige spila smá handbolta
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)