Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2008 | 01:08
Velkomin ég...
Jæja nú ætla ég að prufa að byrja að skrifa aftur og sjá hvernig það gengur. Ég hef átt móment þar sem ég er rosa dugleg en svo hætti ég að nenna....
Allavega ég fór á mánudaginn á Selfoss með Lindu minni að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn. Semsagt barnabarnið.(jiii vinkonur mínar eru að fá ömmubörn) Haha ég er orðin "skáömmusystir". Hann fæddist á sunnudaginn og var 14 merkur og 54 cm rosa langur og flottur og sléttur með dökkt hár og og og og.... ooooooohhhh maður verður alveg veikur hann er do dædur!!!!! Köllum hann Lindus Maríus fram að skírn hehe
Bergurinn minn er byrjaður í Grandaskóla og líkar bara vel.Svo er hann að bíða eftir að fá inn í do re mí til að byrja í gítartímum.
Annars erum við bara rosa sátt í The West town. Næst á dagskrá hjá mér er blessað afmælið mitt sem er víst svona tug afmæli..... hnegg en gott í bili heyrumst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)