svona byrjaði minn dagur

Fór í heitt bað og puntaði mig, slétti hárið og setti á mig maskara
svo skaust ég út í bíl og ætlaði að rúlla af stað en nei....
bíllin rafmagnslaus! hringdi í bróðir minn sem kom en bíllin var í stæði með bílum á báðum hliðum svo við reyndum að ýta honum úr stæðinu til að koma köpplunum á milli bílana
en þá kom bilur!
ég lagðist á bjöllur nágrananna til að athuga hvort eigandi annars bílsins gæti fært hann og eftir góða stund kom ein elska og færði sinn bíl svo brósi kom sínum bíl að
jú bíllin í gang og ég rauk upp til að ná í guttann minn
og ég leit í spegil ...
Þar stóð kona sem ég kannaðist ekkert við ...
hún var úfin og tætt með maskara niður á kinnar og holdvot inn að beini

jökkk
hvernig var þinn dagur?

 

Einusinni átti ég fress,
ofurlítinn rauðann
Það var sem mér þótti verst,
þegar mamma sauð'ann.

höf:bumbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

HE HE HE minn dagur var langt frá því að vera svona. Hef ekkert farið út, fékk góða gesti og hangi svo í tölvunni, reyndar ógreidd og maskaralaus.

Linda litla, 8.2.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Minn dagur,huhh það tók því allavega ekki að greiða sér neitt að viti áður en ég fór út díííí

Guðný Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband