9.2.2008 | 01:21
pabbi minn
Hann er bara fyndinn. Hann heldur sennilega að ég sé algjör ljóska því hann sagði við mig í rokinu að binda sumardekkin utaná bílinn því ef hann fýkur þá rispast hann ekki!! Svo sagði hann þegar við vorum að sækja kentucky fyrir okkur öll (10 manns) og hann sá verðið : næst förum við bara og fáum okkur steik og hin geta bara borða snjó *Fliss*
En jæja veðrið er að ganga niður hérna hjá mér og bílaplanið líkist sundlaug! Annars erum við bara hress, er mikið hjá Emmu að hjálpa til, elda, kaupa inn og vesenast í þvottinum svo hún geti nú náð sér almennilega og verð hjá þeim um helgina. Bergurinn er búinn að vera kvefaður en er að hressast.
meira seinna bææj og ekki gleyma að kvitta!!!!!!!!!!!!!!!!
Athugasemdir
Kvitt.....veðrið hér er að lagast líka, og allllt á floti fyrir utan. En maður verður víst að taka þessu með létúð, maður býr víst á Íslandi.....hehehe.
Bið að heilsa Emmu og þeim og leitt að heyra að Emma er eitthvað lasin. Skilaðu batakveðjum til hennar frá mér.
Einar Lee, 9.2.2008 kl. 01:35
allt á floti hér...
Ólafur fannberg, 9.2.2008 kl. 01:45
skila því einar minn hún var í aðgerð gallsteinar *brrrr*
Mín veröld, 9.2.2008 kl. 01:52
Hæ hæ, rétt að kvitta batakveðjur til Emmu, hér eru við að undirbúa 50 ára afmælið hennar 'Olu Mæju sem verður haldið með pomp og pragt í kvöld, annars allt gott vind að lægja og snjór að bráðna.
bestu kveðjur mamma
Ingibjörg Gísla (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 10:26
Jæja.... og hvað ?? Ertu búin að binda sumardekkin á bílinn ?? hehehehe
Hafið það gott dúllurnar mínar, er Bergur ekki bara ánægður að fá að vera svona mikið hjá afa og ömmu ??
Linda litla, 9.2.2008 kl. 10:54
Úbbs gleymdi næstum því að kvitta,,hér er ekkert veður þessa mínútuna..
Góða helgi
Guðný Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.