áttu þetta lag?

Eitt sinn skaut hinn ofurlitli Amor
ör með segulstál,
sem feyktist burt og flögraði útí buskann,
en laust um sumarmál
lenti hún í minni sál.

Ég var bara líf sem vildi lifa
langan, heitan dag.
Ég var bara víf sem vildi syngja
vorsins dægurlag
og hugsa ekk’um sólarlag.

Ástin heimtar löngum langa bið
leikur með þig til og frá.
Stelur kossi, staldrar við
stutt, og gengur síðan hjá.

Senn er liðin þessi bið
Lokast leiðin fram á við
og hverfa önnur sjónarmið.
Mun ég samt sem áður elska þig?

Ég var bara líf sem vildi lifa
og söng til þín mitt ljóð.
Lagið mitt var vorsins dægurfluga
sem villtist fjótt af slóð,
og fuðrað’upp í kvöldsins glóð.

Ástin heimtar …

Þá er liðin þessi bið
og lokuð leiðin fram á við.
Og horfin önnur sjónarmið.
Ég mun samt sem áður elska þig.
Hverfa önnur sjónarmið.
Ég mun samt sem áður elska þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Önnur sjónarmið með Eddu Heiðrúnu Bachman.

Hva ertu að pæla ? Langar þig í þetta lag í tölvuna hjá þér ?

Linda litla, 14.3.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Mín veröld

jámm

Mín veröld, 15.3.2008 kl. 03:33

3 Smámynd: Júlíana

vóó ég losnaði ekki við þetta lag af heilanum á mér í gær og svo skellirðu þessu hér inn!!

Júlíana , 15.3.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Mín veröld

ég líka þess vegna verð ég að fá lagið!!! hehe

Mín veröld, 15.3.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Linda litla

Er nokkuð mál að sækja lagið á netið ??

Linda litla, 16.3.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband