23.1.2008 | 01:08
Velkomin ég...
Jæja nú ætla ég að prufa að byrja að skrifa aftur og sjá hvernig það gengur. Ég hef átt móment þar sem ég er rosa dugleg en svo hætti ég að nenna....
Allavega ég fór á mánudaginn á Selfoss með Lindu minni að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn. Semsagt barnabarnið.(jiii vinkonur mínar eru að fá ömmubörn) Haha ég er orðin "skáömmusystir". Hann fæddist á sunnudaginn og var 14 merkur og 54 cm rosa langur og flottur og sléttur með dökkt hár og og og og.... ooooooohhhh maður verður alveg veikur hann er do dædur!!!!! Köllum hann Lindus Maríus fram að skírn hehe
Bergurinn minn er byrjaður í Grandaskóla og líkar bara vel.Svo er hann að bíða eftir að fá inn í do re mí til að byrja í gítartímum.
Annars erum við bara rosa sátt í The West town. Næst á dagskrá hjá mér er blessað afmælið mitt sem er víst svona tug afmæli..... hnegg en gott í bili heyrumst
Athugasemdir
Velkomin!! Set þig í bloggrúntinn minn
Öfunda þig ekkert smá að vera búin að sjá ömmumúsina hennar Lindu
Kveðja
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 23.1.2008 kl. 01:19
Mer list vel a að kalla hann Lindus Maríus fram að skírn. Það verður kannski verra ef að hann verður farinn að svara því nafni he he he
Velkomin i bloggheiminn aftur min kæra fyrrverandi sambyliskona Björk
Linda litla, 23.1.2008 kl. 01:50
Hmmmmmm tugafmælið þitt.....er manni ekki örugglega boðið???
Einar Lee, 24.1.2008 kl. 10:40
jú jú allir sem vilja koma eru velkomnir verð með pönnsur laugardaginn eftir afmælið
Mín veröld, 24.1.2008 kl. 16:08
Verð að kvitta aftur..... hann er svo mikil mús þessi elska mín þarna. Hann er sko sætastur, þú verður að fara að drífa þig í að koma með eitt stykki ungabarn Björk.
Linda litla, 24.1.2008 kl. 16:29
jebb plöggaðu kall handa mér og ég skelli einu í ofnin með hraði
Mín veröld, 25.1.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.