Mikið var minn maður rogginn með sig!

Jæja þá er Bergurinn minn farinn í flugið til Danmerkur, okkur leist nú ekki á blikuna þegar kona kom til hanns á vellinum og sagði við hann: do you speek englis? en hún átti bara að fylgja honum upp í vél *hehe* en ég sit núna hér og naga á mér neglurnar í bið eftir að hann hringir og lætur vita að hann er kominn á áfangastað! Hann var nú svaka "stór" strákur þegar hann gekk inn um hliðið beinn í baki og blíspertur hehe. Við mamma rétt náðum að smella á hann, hann var að flýta sér svo mikið að byrja ferðalagið í nýjum fötum og með bakpoka og PENING í veskinu !! Hann flýgur fyrst til Kaupmannahafnar og svo til Billund þar sem pabbi hans sækir hann.

KOMON hann er nýorðinn 8 ára *úff* hvað var ég að hugsa að leyfa þetta??? Við mamma vorum hálf tómar þegar við keyrðum frá Keflavík og fórum og fengum okkur kaffi og kíktum í búðir til að drepa tímann...

Vantar smá pepp núna vá !! Og hvað í ósköpunum á ég að gera í 20 daga... HA!  En það sem skiptir máli er að hann mun hafa svo gott og gaman af þessu (og ég líka) og þá er ég glöð, en er strax farin að sakna hans...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Kæra kona!

Þú átt eftir að komast í gegnum þetta eins og allt annað og vittu til- þinn maður á eftir að spjara sig og koma heim með skemmtilega ferðasögu.

Kv. Dísa

Dísaskvísa, 27.5.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Stína fína lokkalína

Það var ekki verið að koma við hjá mér??? ÉG móðguð bara.  En ég er viss um að guttinn spjarar sig og þú átt eftir að njóta þess að vera ein ;) nú ef þú vilt það ekki þá get ég lánað þér svona eins og tvö börn  hehe

Stína fína lokkalína, 27.5.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já skil þig en ég bið Guð að blessa þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 27.5.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Linda litla

Ég fékk hugdettu, hvað segir þú um að hittast á Hressó um hádegið á morgun og fá okkur kaffibolla ?? Ég býð hann ;o)

Ég var að reyna að ná sambandi við þig á msn, en fékk engin viðbrögð. Þori ekki að hringja ef að þú ert sofnuð...

Linda litla, 27.5.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband