3.3.2008 | 20:39
Yndislegir foreldrar og svo sorg...
Jæja, veislan heppnaðist rosalega vel og ég er ekkert smá ánægð með daginn! TAKKK ELSKU MAMMA MÍN FYRIR HJÁLPINA OG ALLT . Svo í dag kíktu Linda, Unnur og Kormákur í kaffi, og Kalli kom líka, alltaf gaman að fá gesti sem gerist því miður allt of sjaldan hér á bæ. Svo fórum við pabbi og settum nýjann rafgeymi í bílinn TAKK PABBI:)
Annars er ég núna rosalega dofin og sorgmædd og búin að skjæla smá en elsku vinkona mín hún Hafdís er dáin. Var bráðkvödd heima hjá sér. Mikið munum við sakna hennar enda skemmtilegasta og elskulegasta kona í heimi. Elsku Hafdís mín hvíl þú í friði og sjáumst seinna þarna "uppi" og hlæjum og fíflumst saman, þykir endalaust vænt um þig gullið mitt og guð veri með þér og fjölskyldu þinni.
Get ekki skrifað meir í bili...
Athugasemdir
Æi en hræðilegt. Samhryggist þér innilega.
Bryndís R (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:04
Samhryggist þér innilega, knús til þín***
Ragnhildur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:25
Já þetta eru sorglegar fréttir.
Takk fyrir kaffið og gúmmelaðið í dag, það var geggjað. Er ennþá södd.
Linda litla, 3.3.2008 kl. 23:11
Samhryggist þér elskan mín.
.....Gott að heyra samt að veislan hafi gengið vel og að þú hafir verið ánægð með þetta allt.
Dísaskvísa, 4.3.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.