2.2.2008 | 19:17
Jiiii ég er frosin!
Það er svo kallt úti að það er ekki eðlilegt. Samt er bara mínus 4, mér fannst ekki svona kallt þegar var mínus 12 um daginn. Við Bergur fórum í dag á bókasafnið og löbbuðum svo aðeins um bæjinn, fórum í kolaportið og á listasafnið þar sem við hittum óvænt Brynju og Rúnar.Svo fórum svo á tjörnina að skoða endurnar og renna okkur á svellinu. Bergur var skíthræddur við grágæsirnar og segir að þær séu með tennur og geti bitið... Veit nú ekki um það og mér finnst þær nú bara voða sakleysislegar. Svo sáum við dauðann svan undir brúnni og fórum við inn í ráðhúsið til að láta vita af honum en þarna voru fullt af krökkum að leika í kringum hann, frekar mikið jökk en þar hittum við Óla forseta og minn maður frekar hrifinn hehe. Svo enduðum við á Stælnum í borgara og gúmmlaði! Nammminammmm. Svo nú erum við komin heim frosin á tánnum.
Góður dagur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.