1.2.2008 | 22:28
bloggiblogg
Jæja best að henda inn nokkrum línum
Vikan er búin að vera bara nokkuð góð, tók mig á í gær og tók allt í gegn hérna heima, fór á bókasafnið og náði mér í góðar bækur til að lesa í kuldanum og í dag fór Bergur að leika hjá vini sínum og ég fór að snúast með Lindunni minni. Og svo fór ég auðvita að kíkja á músina hennar fyrr í vikunni en þau hafa verið hjá henni í nokkra daga. Ji hann er svo sætur að það er bara ekki hægt... var alltaf að kíkja á hann!!
Svo er núna helgin frammundan og við Bergur elduðum góðan mat í kvöld og fengum okkur bollur og á morgun á að strauja á útsölur og auðvita kaupa fleirri bollur og búning fyrir öskudaginn. Hann er að standa sig rosalega vel í skólanum og er að eignast fullt af vinum og brillera í stærðfræði og lestri þessi elska !
Svo förum við á sleðann á morgun og sennilega sunnudag líka og sköddum á okkur rófubeinin en það er vel þess virði því þetta er svo gaman
Stefnan er núna að redda skíðum fyrir næsta vetur !!!
jæja bless í bili esssskurnar og sjáumst
knús
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.