27.1.2008 | 20:14
Helgin búin
Ekki grenist maður þessa helgina! Við fórum í afmæli í Kópavoginn til Birkis en hann er 7 ára á laugardaginn og svo til Maríu Sólar í 9 ára afmæli í dag sunnudag. Ég fékk að halda á Ragnhildi litlu yngstu og hún var rosa góð hjá mér og klappaði saman höndunum og var svaka kát og var það ekki til að lækna "barnaveikina" sem er að hrjá mig þessa dagana! Svo fórum við að renna á sleðanum hans Bergs í gær og það var ekkert smá gaman ! Drengurinn plataði mömmu sína í nokkrar ferðir og endaði ein á því að við fórum á "stökkpall" og flugum bæði marga metra af sleðanum og enduðum út í skafli. Allir "pabbahelgarpabbarnir" sætu stóðu hjá og hlógu og nú er rófubeinið mitt í skralli!
Annars er ég farin að taka lýsi og ginseng og þvílíkt sem ég er að hressast, sef miklu minna og bara öll að réttast við enda veitti ekki af í skammdegisþunglyndinu!
En jæja gott í bili
Athugasemdir
Það er ótrúlegt hvað fullorðið fólk yngist við að skella sér á sleða svona almenn,enda er þetta bara gaman,vona að þú lgist í rófubeininu...Kveðja
Guðný Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:51
Snillingar þið Bergur. Sakna ykkar beggja.
Einar Lee, 28.1.2008 kl. 14:14
Heyrðu ég held að þú kannist við af barnalandi. Getur það verið?
Bryndís R (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:55
jamm það getur vel verið
'eg (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.