mmmmm kúridagur !

Björgunarsveitir á Suðurlandi og suðvesturhorninu hafa haft í nógu að snúast í morgun við að aðstoða fólk í hvassviðri og ofankomu.

Björgunarsveitir Árborgar, Þorlákshafnar og í Hveragerði hafa allar verið á ferðinni á tveimur bílum hver að aðstoða fólk sem hefur fest bíla sína, bæði í grennd við bæina og á Hellisheiði. Nú er ófætt um Hellisheiði, á Sandskeiði og í Þrengslum og á mörgum leiðum á Suðurlandsundirlendinu er þungfært.

Þá hafa björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi sinnt sams konar útköllum. Enn fremur hafa sveitir á Suðurnesjum haft í nógu að snúast og er Reykjanesbrautin nú lokuð.

Í Reykjavík hafa björgunarsveitir einnig sinnt bílum sem fest hafa í sköflum og þá voru sveitir einnig kallaðar út laust fyrir klukkan níu þar sem þakplötur voru farnar að fjúka í Ölduselsskóla í Breiðholti.

Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni fyrir um stundarfjórðungi síðan. Ekki er vitað hve margir voru í bifreiðinni en sem betur fer slasaðist enginn, að sögn lögreglu. Slökkviliðið segir að mikið sé um minniháttar óhöpp í umferðinni þessa stundina og eiga sjúkrabifreiðar erfitt með að komast leiðar sinnar vegna ófærðar og bíla sem sitja fastir á götunum.

Vegagerðin segir ekkert ferðaveður á Suðurlandi, Reykjanesi og Vestulandi og bendir á að ófært sé um Bröttubrekku og þungfært á Holtavörðuheiði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Varð aðeins vör við þetta veður humm,jamm vetur konungur kom í heimsókn á Suðurlandið..Góða helgi kelli mín

Guðný Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband