Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2008 | 23:41
Dúleg í dag!
Svart er þetta búið að vera en held að það sé að lýsast hér!
Vaknaði klukkan 10 og var í fríi í dag þannig að ég tók ærlega í gegn hér en á enn mikið eftir . Er með hálf tonn af drasli sem ég þarf að fara yfir hér og í kjallaranu (erum að tala um 5 fermetra geymslu og það er ekki hægt að fara inn) Þannig að á morgun verður framhald á hendiæðinu!! Verð að standa við það því hornið mitt er fuuuuullt af dóti og þvotti!
Gó ég !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 23:37
þessi er stolinn !!
Einn góður fyrir svefninn :)
Einu sinni var góðhjörtuð stúlka, sem var svo ófríð, að hún þorði varla út á götu nema að næturlagi. Hún hírðist með kettinum sínum í ósamþykktri kjallaraíbúð við Hverfisgötuna, og grét örlög sín og vonsku heimsins.
Eina nóttina, þegar hún var á gangi meðfram Sæbrautinni, mætti hún þorski, sem lá spriklandi og hjálparvana á göngustígnum. Nú var stúlkan bæði góðhjörtuð og mátti ekkert aumt sjá sem og heiðarleg, og þar sem hún átti engan kvóta, þá sá hún, að hún yrði að koma þorskinum aftur lifandi í sjóinn. Hún klöngraðist með hann niður grjótgarðinn og lagði varlega í vatnið.
Óskirnar þrjár
Þá tók þorskurinn til máls: Blúbb, blúbb, blúbb, þetta var nú fallegt af þér, nú skal ég veita þér þrjár óskir.
Stúlkan var vel gefin og áttaði sig strax á tækifærunum, sem fólust í þessu tilboði.
Til að byrja með vil ég Vera geðveikt falleg og vel vaxin.
Blúbb, blúbb, blúbb, sagði fiskurinn og viti menn - stúlkan varð falleg og íturvaxin eins og ugga væri veifað.
Svo vil ég að ósamþykkta kjallaraholan mín breytist í lúxus-penthás íbúð í Skuggahverfi með útsýni Allan hringinn.
Blúbb, blúbb, blúbb, sagði þorskurinn, og glænýtt háhýsi reis upp í brekkunni fyrir ofan, með samþykktri deiliskipulagsbreytingu og öllu tilheyrandi.
Að lokum vil ég að kötturinn minn breytist í fallegasta prins, sem nokkurn tíma hefur verið til.
Blúbb, blúbb, blúbb, sagði þorskurinn. Farðu nú og líttu á nýja heimilið þitt.
Stúlkan fór nú upp í nýja háhýsið, kom inn í nýju útsýnis-penthásíbúðina sína og mætti þar prinsinum sínum. Þorskurinn hafði nú heldur betur staðið sig vel! Ekki nóg með að þetta var glæsilegasti karlmaður, sem hún hafði nokkru sinni séð, heldur var hann búinn að leggja á borð, opna dýrindis vínflösku og bar nú fram ilmandi fiskrétt beint úr ofninum.
Að lokinni rómantískri máltíð með útsýni yfir sundin, bar prinsinn stúlkuna Inn í svefnherbergi og lagði hana á rúmið.
Hann lagðist svo við hliðina á henni og hún titraði af eftirvæntingu. En í stað þess að byrja að láta vel að henni, hringaði hann sig, lokaði augunum og virtist ætla að fara að sofa.
Hvað er..., hvíslaði stúlkan. Ætlarðu ekki að
.. Eigum við ekki að
Gera eitthvað ljúft og skemmtilegt? sagði prinsinn. Við hefðum sko heldur betur getað gert það - ef þú hefðir ekki látið gelda mig í fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 22:55
stærðfræði
fyrir nærri tveimur árum síðan,
sagði hún við mig;
Eigum við að læra saman stærðfræði?
Við getum dregið fötin frá,
lagt okkur saman,
deilt rúminu mínu
og margfaldað okkur.
Ég fékk skyndilegan áhuga á stærðfræði.
Frábært að hafa svona góðan stærðfræðing á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 03:06
smá myndir
við Bergur erum að verða spilafíklar! spilum á hverjum degi og skemmtum okkur konunglega og hann kann alveg orðið að tapa hehe
og svo Guðbjörgin mín og yngsta hennar hann Lúlli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 23:44
Er alveg hætt að nenna að blogga
Veit ekki hvað málið er, er búin að vera með kvef í 2 mánuði og bara alltaf þreytt. Vorum í fimmtugs afmæli um helgina og rosa gaman bara. Vonandi fer ég að hressast með hækkandi sól og svoleiðis. Sé ekki framm á að komast út í sumar, ekki það að ég hafi ekki efni á því bara vegna þess að ég fæ ekki vísa útaf gömlum skuldum en er samt með allt í 100 prósent skilum núna þannig að þetta er fúlt en ég kom mér í þetta fyrir nokkrum árum og verð bara að bíta í það súra. Vá vælið í mér öhhhh bara bless núna er það ekki ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 23:42
vísa en ekki rað...
með loðnar tær, hún bað mig að sleikja þær.
Ég gerðist bráður og beit þær af,
biddu fyrir þér þær voru eitraðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 01:28
Langar til að deila þessu með ykkur vinir mínir
Ynnilegar samúðarkveðjur og vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja ykkur
Margt smátt gerir eitt stórt
Guð veri með ykkur
Sæl verið þið.
Flest ykkar hafið heyrt af því að þann 22.mars lést Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson, 41.árs að aldri. Hann var pabbi tveggja drengja: Villa Rúnars (Guðrúnarsonur), sem er tvítugur og Emils Dans (Sólrúnarsonur) sem er 13 ára og nýfermdur.
Vilhálmur var eins og þið vitið flest búinn að vera mjög veikur maður lengi og var veikleiki hans fólgin í fíkn hans. Líferni hans hafði s.l. ár skemmt heilsu hans alla og ekki laust við að langt sé síðan að hann týndist í sjúkdómi sínum sem hafði þau áhrif að samband hans var ekki mikið við syni sína né aðra innan fjölskyldunnar.
Fyrir syni hans hefur þessi bakgrunnur ekki verið til að auðvelda þeim að horfast í augu við dauða Vilhjálms, því að í staðinn stendur eftir að aldrei eiga þeir eftir að geta sest niður með pabba sínum og sætt sig við hvernig sjúkdómurinn stjórnaði lífi hans og tilveru.
Synir hans hafa þrátt fyrir allt tekið þá ákvörðun að þeir vilja heiðra minningu föður síns með fallegri útför eins og allir feður eiga skilið þrátt fyrir allan sinn breiskleika og misjafna fortíð.
Á slíkum stundum vill fólk oft senda samúðaróskir, blóm eða kveðjur til þeirra sem syrgja.
Ég vil með þessu bréfi óska því eftir við ykkur sem viljið sýna drengjunum samhug um að leggja frekar andvirði samúðarskeytis eða blóma inn á bankabók sem hefur verið stofnuð í nafni þeirra og er hugsuð sem fjárhagslegur styrkur fyrir þá til að nýta við útför föður þeirra.
Ekki verður haldin nein skrá um hversu mikið hver leggur inná bókina en gjarnan megið þið senda nafn ykkar á skýringu innleggsins í e-mail sivei@hsa.is og ég mun láta nafnalista fylgja til Villa og Emils Dans.
Upplýsingar um bankabók: 0176-05-61475 bókin er á kt. 130573-5259
Bið ykkur jafnframt að áframsenda póstinn á þá sem þið teljið að vilji vita af þessu. Með bestu kveðjum og von um góðar undirtektir.
Sigurveig Gísladóttir. s.862-3160
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 00:58
frændi Gumma !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 03:32
góður!
Framhjáhald er ekki í öllum tilvikum slæmt
Þórður og Svava eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Þórður segir við Svövu. "Hefurðu nokkurn tíma haldið fram hjá mér?" Svava svarar: "Þórður! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningar núna"? "Jú, Svava, ég verð að vita það," svarar Þórður.
Svava segir: "Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér."
"Þrisvar, hvenær var það?" spyr Þórður.
Svava segir: "Manstu Þórður þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir." Þórður svarar: "Ó, Svava, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?"
Svava segir: "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg."
"Ég trúi þessu ekki," sagði Þórður, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?"
"Þórður, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2008 | 21:38
Ég er bara tóm
Hef voða lítið að segja....
Bergur er í páskafríi og skellti sér austur en kemur á föstudaginn þannig að við verðu hér um páskana saman litla fjölskyldan baaara kósí! Annars er ég bara að nota tíman meðan hann er ekki heima og dunda mér hér, er aðeins að breyta og ditta að en meira seinna....
ég andlausa barnlausa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)