maður er alveg hættur að blogga

Jæja best að setja inn smá færslu enda komið langt síða maður hefur skrifað eittvað að viti. Alla vega þá er búið að vera mjög erfitt og þungt sumar, dagarnir hafa bara eiginlega bara flogið frammhjá í hálfgerðri þoku því miður. En það þýðir ekki mikið að gráta það, það lagar ekkert þannig að ég ætla að bregða mér frá í viku núna um helgina og byggja mig upp fyrir haustið og veturinn! Bergur verður hjá afa sínum og mun bara hafa það gott þar á meðan. Ég verð að gera þetta til að koma mér á réttan kjöl aftur því svona á maður ekki að lifa þetta er ekkert líf. Allaveganna ég er sátt við ákvörðunina en ég er samt efins og hrædd! Hef ekki verið innanum fólk núna lengi, einangraði mig alveg svo að allt pepp er vel þegið hehe en jæja ætla að halda áfram að segja mér að ég sé að gera rétt og ég geti þetta alveg og ég mun koma til með að standa mig !!

Fullt af nýjum myndum á : http://barnaland.is/barn/8385


þú veist að það er árið 2008 þegar :

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.



2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.



3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .



4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.



6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.



7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.



8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.



9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.



10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.



11. Svo hlærðu af heimsku þinni.



12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun.

sonurinn farinn í sumarbúðir

HPIM0521 Bless mamma !

DSC02922[1] kominn í búðirnar

meira á barnalandinu!


smá hahaha !

Brandarar fyrir þig.

Ferðu alltaf í sturtu eftir að þú ert búin að stunda kynlíf ?
-Já það geri ég
Þá mæli ég með að þú stundir oftar kynlíf


Rauðhetta var valhoppandi niður götu eina þegar hún sér stóra, slæma úlfinn fyrir aftan trjádrumb. Mikið svakalega ertu með stór augu herra úlfur segir Rauðhetta. Úlfurinn hoppar þá upp og hleypur í burtu. Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn aftur en nú er hann bakvið tré. Mikið svakalega ertu með stór eyru herra úlfur. Úlpurinn hoppar aftur upp og hleypur í burtu. Stuttu seinna sér Rauðhetta úlfinn í þriðju sinn og nú er hann bak við vegaskilti. Mikið svakalega ertu með stórar tennur herra úlfur. Í sömu andrá hoppar úlfurinn og öskrar; KOMDU ÞÉR Í BURTU, ÉG ER AÐ REYNA AÐ KÚKA!
hahahaha..

Smá myndasyrpa frá Danaveldi:

 Minn kominn í feitt!!!

 Flottur!!


Bergurinn minn

Jæja hann er búinn að vera úti núna í 9 daga og kemur heim eftir 11 hehe en hann er bara rosa glaður og búið að vera gaman. Hann er búinn að fara í dýragarð í Þýskalandi og er að fara í Lególand á sunnudag og svo er hann að fara að fá "traktorapróf" en hann er mikið búinn að keyra með Tryggva afa. Er nú að bíða eftir myndum á barnalandið ! skelli einni hér inn þegar það kemur

Bæjó


sjáum hvort þetta virkar! lúkkalæk...

http://www.myheritage.com/FP/Company/face-recognition-results.php?temp=917d64842v456n47&server=Server9&database=2&startYear=1800&endYear=2005&morph=1&loadMethod=myFiles


Hvað var ég að gera ... úff

Ætlaði að fara austur fyrir fjall og hjálpa til við tiltekt eftir öll lætin en það varð ekki að því í dag en förum sennilega á morgun svo að ég er: 

Búin að vera að leika mér í allan dag, fór á bókasafnið, keypti mér gott í gogginn, fjárfesti í flottum jakka og fór í klippingu og talandi um fyrir og eftir! Hmmmmm veit ekki hvort þetta sé að gera sig...

HPIM0446 FYRIR

HPIM0459 EFTIR   og þetta er tekið sama dag...


við náðum að tala um heimsmálin þrátt fyrir allt!

jarðskjalftadagur 012

kominn á leiðarenda

Auðvita gekk vel hahaha hann sagðist hafa setið hliðiná manni sem hann þurfti að tala ensku við (hvenær lærði hann ensku!) og að allt hafi gengið vel og ferðin var skemmtileg. Heyrði í honum í dag og hann er að skemmta sér konunglega og lególand er næst á dagskrá.

Ég hef það annars gott notaði daginn í að hvíla mig vel og verð á fullu með emmu á morgun og svo að hjálpa múttu en hún er að brjóta allt og bramla hjá sér núna ! Hún er að endurnýja íbúðina svo að þar verður nóg að gera.

Svo er læri og meðþví hjá Lindunni minni annað kvöld nammmmmm! Hlakka til að hitta hana og litla Hjörleif sem ég hef ekki séð of lengi. Ætla sko að knúsa hann vel hehe

Heyrumst kæru vinir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband